Umslög

Hvítlist hefur um árabil verið langstærsti innflytjandi umslaga til Íslands. Umslög eru margs konar og gegna mismunandi tilgangi. Algengust eru hin misvinsælu ,,gluggaumslög”, en mörgum er ætlað gagnlegt og gleðilegt hlutverk.

Markaðshlutverk umslaga hefur aukist á síðari árum. Vel hannað umslag er þýðingarmikill þáttur í vel unninni markaðssetningu.