Pappír, prent- og skrifstofubúnaður


Helstu viðskiptavinir eru að sjálfsögðu prentsmiðjur um land allt en auglýsingastofur, hönnuðir, listamenn, innrammarar o.fl. eru meðal þeirra sem leita til fyrirtækisins vegna sérhæfingar þess í þessu margslungna efni; pappír. 

Hvítlist býður uppá vörur og tæki til prentunar og ýmsan skrifstofubúnað eins og pappírstætara, gormavélar, skurðarhnífa o.fl.

Efni til bókbands er einnig að finna hjá okkur.

Bókin "Stafrófið í íslenskum blómum" eftir Eddu Valborgu Sigurðardóttur var prentuð á pappír frá Hvítlist