Pappírsskólinn

Í Danmörku og eflaust víðast hvar í nálægum löndum er fólki sem ætlað er að vinna við eða með pappír t.d. í prentsmiðjum, auglýsingastofum og víðar sett fyrir nokkuð víðtækt námsefni um pappír. Skólar og fyrirtæki hafa iðulega leitað eftir slíku efni hjá Hvítlist og varð það til þess að gerð var samantekt sem hér liggur fyrir. Efnið er ekki ,,vísindalegt” heldur miklu fremur ætlað til að bregða ljósi á þetta magnaða hráefni og algenga notkun þess. Einnig vísum við til ágætrar bókar ,,Den Hvide Kunst” eftir Ejnar Meinicke, en sú bók er ætluð til kennslu í dönskum fagskólum. Af nafni þeirrar bókar er nafnið Hvítlist dregið.

 Smelltu hér og skoðaðu samantektina?