Umhverfisvottorð

Framleiðendur og notendur pappírs kappkosta að uppfylla fjöldann allan af umhverfismerkingum. 
Að hluta varða kröfurnar feril framleiðslunnar til dæmis að kvoðan í pappírnum komi úr sjálfbærri 
skógrækt eða innihaldi endurunnar trefjar. Þá er mikið lagt upp úr áhrifum á umhverfið í öllu 
framleiðsluferli efnisins. 

Þýðingarmestu umhverfismerkin eru:


PEFC/FSC 
Þessar merkingar staðfesta að hráefnið í pappírnum eigi uppruna í sjálfbærri skógrækt í samræmi 
við reglur þessara stofnana, sem í aðalatriðum gera strangar kröfur til uppruna og rekjanleika efnisins. 
(Chain of custody).



EU BLÓMIÐ
Blómið er umhverfismerking Evrópusambandsins á vörum og þjónustu. Blómið sýnir að framleiðslan
er viðurkennd og skrásett samkvæmt nákvæmu ferli sem snýr að áhrifum vörunnar á umhverfi sitt,
allt frá grunni (hráefnum) til affalls.



HVÍTI SVANURINN
Svansmerkið sýnir að framleiðslan er viðurkennd og skrásett samkvæmt nákvæmu ferli Svansins 
sem snýr að áhrifum vörunnar á umhverfi sitt, allt frá grunni (hráefnum) til affalls. Óski menn eftir 
Svansmerktu prentverki þurfa þeir að snúa sér til Svansmerktrar prentsmiðju, sem síðan prentar á 
pappír sem stenst kröfur Svansins. Fjöldi pappírstegunda uppfyllir þessar kröfur, 
án þess að vera Svansmerktar.


BLÁI ENGILLINN
Merkið er þýskt umhverfismerki sem er einungis notað á endurunnið eða endurvinnanlegt efni og þjónustu.


EMAS
Stytting á Eco Management and Audit Scheme er merking sem staðfestir að um kröfu 
Efnahagsbandalagsins um umhverfisstýrða og skráða starfsemi sé að ræða. Kröfurnar 
samsvara u.þ.b. kröfum við notkun ISO 14001, ásamt sérstaklega útgefnum reglum um umhverfisvernd.

NAPM
Stytting á National Association of Paper Merchants. Táknið upplýsir að pappírinn eða pappinn 
innihaldi a.m.k. 75% af endurunnum trefjum sem eiga sér uppruna í ,,eldri” neysluvöru.

ISO 14001
Þessi vottun sýnir að framleiðandinn tekur sérstakt tillit til umhverfisáhrifa og hefur valið að taka þau 
skilyrði heildstætt upp í öllum rekstri sínum til að staðla gæði framleiðslu og rekstrar. Allur pappír sem 
Hvítlist flytur inn er framleiddur af ISO 14001 skráðum framleiðendum.