Óhúðaður pappír

Ef undan er skilinn pappír til fjögurra lita prentunar, er flest allur pappír í daglegri notkun óhúðaður, þ.e. yfirborðið er ekki áborið sérstakri áferð. Algengasti pappír í daglegri notkun af þessu tagi er ljósritunarpappír í A-4 stærð. Auk þess reikningar og nótur af öllum gerðum, pappír í umslögum o.s.frv.

Notkun óhúðaðs pappírs er mjög fjölbreytt og skiptist hann í flokka eftir eðli notkunar.